Þvottavélar og þurrkarar

Alltaf rétt magn af þvottaefni

Við bjóðum þvottavélar sem skammta sjálfar þvottaefnið. Oft er notað annaðhvort of mikið af þvottaefni eða of lítið. Til að skammta rétt magn af þvottaefni þarf að huga að nokkrum þáttum. Í stað þess að velta því fyrir sér er betra að láta i-Dos-kerfið frá Siemens sjá um það. i-Dos mælir rétt magn af fljótandi þvottaefni og dreifir því sjálfkrafa. Við skömmtunina er til að mynda byggt á magni þvottarins og völdu kerfi. Með því að nýta sérstakt forrit tekur i-Dos einnig mið af óhreinindastigi tausins.

Hvernig getur i-Dos skammtað rétt magn?

Háþróaðir skynjarar þvottavélarinnar nema magn þvottar, vefnaðargerð og óhreinindi og ákvarða þannig magn þess fljótandi þvottaefnis sem nota þarf í hvert skipti. Skynjaratækni þvottavélarinnar verndar bæði þvott og umhverfi með því að nota rétt magn af þvottaefni – hvorki of mikið né of lítið.

910bce24-8127-423c-ba4a-5a000815fc12_iDos_webp

Þvottavélar með Wi-Fi

Við sleppum hvorki við að setja þvottinn í vélina né taka hann úr henni.

En það eru margir spennandi eiginleikar í vélunum sem létta okkur þvottastundirnar og gera þær ánægjulegri.

iQdrive mótor

Orkunýting skipti máli þegar þvottavélar eiga í hlut. Þess vegna hefur Siemens þróað iQdrive-mótorinn. Hann notar verulega minni raforku en venjulegir þvottavélamótorar. Innbyggðir skynjarar reikna út þann kraft sem þarf til að snúa tromlunni. Mótorinn sér síðan um að leggja til útreiknað afl og veita stöðugan hraða. iQdrive er hljóðlátasti og endingarmesti mótor sem Siemens hefur framleitt og er með 10 ára ábyrgð. Hann er allt í senn, skilvirkur, endingargóður og hljóðlátur.

64aee78b-74ac-4d3d-9a7e-5aff20c733f2_iQdrive_webp

Þurrkarar með sjálfhreinsandi rakaþétti

Þetta eru einstakir gripir og enn koma háþróaðir skynjarar við sögu. Rakaþéttirinn hreinsast sjálfkrafa í hverri þurrkunarlotu. Og svo notar þurrkarinn litla raforku sem er vitaskuld mikill kostur.

2a34a9a1-4541-4c6c-81bd-74ac39042df5_sjalfhreinsandi-rakathettir_jpg