Veggofn með örbylgju, Siemens, iQ700
Svart stál („blackSteel“).
Ofnrými: 67 lítra.
13 ofnaðgerðir: 4D-heitur blástur, heitur blástur eco, yfir- og undirhiti, yfir- og undirhiti eco, glóðarsteiking með blæstri, glóðarsteiking með hálfum eða öllum hitagjafanum, pítsaaðgerð, aðgerð fyrir frosinn mat („coolStart“), undirhiti, eldun við lágt hitastig, forhitun á leirtaui og haldið heitu.
Örbylgjugjafi: Örbylgjurnar má nota stakar eða blanda þeim saman við aðrar ofnaðgerðir („varioSpeed“).
Tímasparnaður: varioSpeed-aðgerðin sameinar hefðbundnar hitunaraðgerðir og örbylgjur. Með því getur eldunartíminn styst um allt að 50%.
Við þetta sparast mikill tími (allt að 50% tímasparnaður).
Nákvæm hitastýring frá 30 - 300° C.
Fimm styrkstig: 90 W, 180 W, 360 W, 600 W og 800 W.
Hagnýtar ofnaðgerðir: Tillögur að hitastigi, sýnir raunhitastig inni í ofninum, haldið heitu.
Matreiðslutillögur („cookControl Plus“).
Kjöthitamælir með þremur nemum.
Home Connect: Hægt að stjórna þráðlaust (Wi-Fi) í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu.
TFT-snertiskjár með texta og myndum.
Mjúklokun og mjúkopnun („softMove“).
Rafeindaklukka.
Brennslusjálfhreinsun („activeClean“).
LED-lýsing.
Hraðhitun.
Öryggi: Barnaöryggi, innbyggð kælivifta.
Hiti á framhlið verður mestur 30° C miðað við ofnaðgerðina yfir- og undirhita á 180° C eftir eina klukkustund.
Fylgihlutir: Bökunarplata, grind og ofnskúffa.
Tækjamál (h x b x d): 59,5 x 59,4 x 54,8 sm.
Innbyggingarmál (h x b x d): 58,5 x 56 x 55 sm.
Þegar eldað er með 4D heitum blæstri skiptir engu máli hvort maturinn er staðsettur uppi eða niðri í ofninum. Nýstárleg viftutækni sér um að dreifa hitanum á snjallan hátt um ofnrýmið, og tryggir alltaf góða útkomu.
Nú þarf enginn að strita við að þrífa ofninn sinn. Brennslusjálfhreinsun er aðgerð sem umbreytir fitu og matarögnum í ösku sem auðvelt er sópa út.
Með „cookControl Plus“ stillir þú inn réttinn og þyngdina og ofninn sér um að velja fullkomna stillingu fyrir þig!
„coolStart“-aðgerðin hitar ofninn í 175° C á innan við 5 mínútum. Kjörin stilling þegar hita skal frosinn mat á skömmum tíma. Ekki þarf að forhita ofninn áður en matnum er stungið inn - sparar bæði orku og tíma.
Þrír hitanemar gefa þér nákvæmar og traustverðar mælingar á hitastigi kjötsins. Mælirinn hentar fyrir alls kyns (kjöt)rétti. Má einnig nota í örbylgju- og gufustillingu.
Mjúkopnun og mjúklokun. Dempunarbúnaður tryggir að hurðin opnast og lokast varlega.
TFT-snertiskjárinn einfaldar val á ofnaaðgerðum. Læsilegur frá öllum hliðum.
Notendavænn TFT snertiskjárinn leiðir þig áfram skref fyrir skref með texta, myndum og hnöppum.
Sparið tíma með „varioSpeed“ aðgerðinni.
„varioSpeed“ aðgerðin sameinar hefðbundnar hitunaraðgerðir og örbylgjur. Með því getur eldurnartíminn styst um allt að 50%.
Án þess að fórna gæðum eða bragði matarins. Frábær eldamennska en bara miklu hraðari.
studioLine. Einstök tæki frá Siemens.
Hugmyndafræðin að baki studioLine er að bjóða upp á úrval af glæsilegum vörum með allra nýjustu tækni.
Siemens hefur þróað úrvalsvörur handa þeim sem vilja hárnákvæmt jafnvægi á milli nýsköpunar og stílhreinnar, tímalausrar hönnunar.