Loka leit

Stadler Form

Rakatæki

Ef loft í híbýlum fólks á að haldast heilsusamlegt verður rakastig þess að vera yfir 40%. Hér á eftir birtast upplýsingar um hvernig best er að viðhalda eðlilegu rakastigi og hvaða tæki eru hjálpleg í þeim tilgangi. Rakastig er hlutfallið milli raunverulegs rakamagns í lofti og mettunarraka (þess raka sem loftið rúmar) þess við sama hita. Það er gefið upp í prósentum og er 100% í mettuðu lofti.

Rakatæki

Hvernig er rakastig mælt?

Eins og áður hefur verið tilgreint er best að rakastig sé á milli 40 til 60%. En hvernig mælum við raka heima hjá okkur? Skoðaðu myndbandið til að fræðast um það.

Af hverju á rakatæki heima í barnaherbergi?

Á veturna hefur þurrt loft áhrif á okkur öll á einn eða annan hátt. Þegar kalt er úti og hitinn á ofnunum hækkaður lækkar rakastigið og loftgæði inni á heimilinu minnka. Minni raki hefur oft greinileg áhrif á líðan heimilisfólksins. Þurr háls á morgnana, slæmir dagar þegar erfitt er að hafa stjórn á hárinu. Og stíflað nef. Þetta er aðeins hluti þeirra slæmu áhrifa sem þurrt innanhússloft getur haft. Á hverju ári, frá október til loka mars, má tryggja rétt rakastig innan dyra með rakatækjum frá Stadler Form.

Tíu ástæður til að fá sér rakatæki.

Það eru margar ástæður til að fá sér rakatæki. Smelltu hér fyrir neðan til að lesa tíu af þeim.