Loka leit

Orkumerkingar

Orkumerkingar

Núverandi og nýjar orkumerkingar

Frá 1. mars 2021 breytast orkumerkingar á þvottavélum, þvottavélum með innbyggðum þurrkurum, uppþvottavélum og kæliskápum. Við byrjum að nota nýja orkumiða fyrir 1. mars og því eru hér upplýsingar um nýju orkumiðana ásamt upplýsingum um núverandi orkumiða.

Núverandi orkumerking

Núverandi orkumerki, sem hefur verið frá 2012, gefur til kynna skilvirkni flokks vörunnar. Það notar myndir án texta til að veita viðbótarupplýsingar um vöruna, t.d. hljóð, orku- og vatnsnotkun. Fyrir þvottavélar og uppþvottavélar veitir orkumerkið upplýsingar um árlega orku- og vatnsnotkun.

Nýja orkumerkið

Tækniþróun undanfarinna ára hefur leitt til þess að fleiri og fleiri vörur eru merktar í orkuflokki A+ eða hærra. Þar af leiðandi fullnægir merking ekki lengur upprunalegu hlutverki sínu sem var að auðvelda neytendumað taka ákvarðanir um kaup. Önnur grunnskilyrði eins og hegðun notenda hafa einnig breyst. Fyrstu heimilistækin sem fá nýju orkumerkið verða þvottavélar, þvottavélar með innbyggðum þurrkara, uppþvottavélar, kæli- og frystiskápar og vínkæliskápar.

Frá og með 1. mars 2021 verða þessar vörur að hafa nýja merkið þegar þær eru seldar í verslunum. Þar sem nýja merkið verður að fylgja með vörunum fyrir þessa dagsetningu viljum við upplýsa þig aðeins betur um nýja orkumerkið. Stærsta breytingin fyrir nýja orkumerkið er að orkuflokkarnir með plús, t.d. A+++ verður eytt. Í framtíðinni mun flokkunin verða frá A til G. Nýjar aðferðir verða einnig notaðar til að mæla orkunotkun og til að ákvarða flokkun merkinga.

Að auki má fá viðbótarupplýsingar um vörur beint í gegnum QR-kóða sem er að finna á orkumerkinu. QR-kóðinn leiðir þig í gagnagrunn á vegum ESB frá 1. mars 2021. Þar má skoða og hlaða niður gagnablöðum fyrir allar vörur sem þurfa nýja orkumerkið. Einnig hægt að fá aðgang að gagnagrunninum í gegnum internetið.