Loka leit

Hitarar

Hitarar

Nýjar gerðir af hiturum

Við höfum hingað til selt Solamagic-pallahitara frá SSA. Nú bætast við tvö önnur vörumerki frá SSA: Bromic og Wischo.

Þessir hitarar fást í ýmsum útfærslum: innbyggðir, lokaðir, utanáliggjandi og færanlegir. Þeir gefa frá sér einstaklega notalegan yl. Hitararnir henta vel fyrir veitingastaði, pallinn, svalirnar, sumarhúsið, í útileguna og fleira og fleira. Mjög breitt vöruúrval og þar af leiðandi ýmsir verðflokkar.

Bromic-hitarar

Þegar sólin sest og kuldinn læðist að er samt engin þörf á að færa samræðurnar inn fyrir hússins dyr. Bromic-hitararnir er margvíslegir og tryggja að andrúmsloftið haldist lifandi og hlýtt. Hönnunin er mjög falleg og virknin einstök. Handa þeim sem njóta þess að vera úti.

ECLIPSE – hitari og ljós

Eclipse er lúxushitarinn frá Bromic. Nýstárleg hita- og lýsingarlausn þar sem jafnvægið milli notalegs andrúmslofts og góðrar virkni er algjört. Stórglæsileg hönnun. Eclipse má bæði festa á vegg og í loft (Eclipse Electric) en hann fæst einnig frístandandi (Eclipse Portable) eins og myndin sýnir á einkar glæsilegan hátt.
ECLIPSE er sérpöntunarvara.

Bæklingur

„Allir sem koma til okkar tjá sig um hitarana. Þeir hafa aldrei séð svo glæsilega hitara með innbyggðu ljósi.“

-Wendell Burnette Architects
Christoper‘s Restaurant, Phoenix, AZ

Wishco-hitarar

Það er nánast eins og sumarið ætli aldrei að enda. Dagarnir eru langir og bjartir, jafnt börn sem fullorðnir, eru glöð og kát og bjarminn frá hitalampanum lengir útisumarið svo að um munar. Haustið laumast svo hljóðlega að en með ylnum frá hitalömpunum getum við verið lengur utandyra en áður, sem er alveg dásamlegt, – borðað oftar úti, lesið og leikið okkur.

Wischo-hitararnir eru hannaðir og framleiddir á skynsamlegan hátt með kolefnisbindingu í huga. Þeir eru þróaðir á Norðurlöndum fyrir Norðurlönd. Áhersla er lögð á að hita upp útisvæðið á sem bestan hátt til að gera það notalegt og búa til þægilegt andrúmsloft. En samt á réttan hátt sem kostar ekki of mikið og skaðar ekki umhverfið. Hitalamparnir nýta orkuna eins vel og mögulegt er og þeir eru gerðir úr endurvinnanlegum efnum: Þetta má sannarlega kalla umhverfisvæna upphitun. Wischo-hitararnir eru gæðavara með þriggja ára ábyrgð og gæðavottun frá TÜV.

PRO

Þetta er Wishco PRO og hér er hugað að hverju smáatriði. PRO er gerður úr veðurþolnu áli. Með fjarstýringu má stjórna upphituninni. Fáanlegur bæði 1500 W og 2000 W og í þremur litum: silfurlituðum/hvítum, svörtum og kampavínslituðum. Einstakur norrænn glæsileiki.

Bæklingur

MASTER

Wishco MASTER hitar þig upp – hvar sem þú vilt vera. Ætlarðu að hafa það notalegt á veröndinni, dunda þér í bílskúrnum eða halda litla veislu í garðinum? Wischco MASTER fer með þér alla leið og getur hitað allt að 22 fermetra svæði í einu eftir því hvaða aflstærð er valin. Fæst í 1500 W, 2000 W og 2500 W útfærslu og tveimur litum: svörtum og silfurlitaðum. Masterinn er sterkur og stílhreinn.

FLEX

Wishco FLEX má setja upp hvar sem er ef yfirborð er stöðugt. Gríptu hann með þér þangað sem hlýju er vant. Glampinn er í algjöru lágmarki og því hentar þessi gripur bæði til notkunar innan- og utandyra án þess að þægilegri stemmningu sé spillt. Mjög auðveldur í notkun. Fjarstýring fylgir með. 2000 W. Hitar allt að 12 fermetra svæði. Vegur aðeins 4,2 kg.

MINI

Wishco FLEX má setja upp hvar sem er ef yfirborð er stöðugt. Gríptu hann með þér þangað sem hlýju er vant. Glampinn er í algjöru lágmarki og því hentar þessi gripur bæði til notkunar innan- og utandyra án þess að þægilegri stemmningu sé spillt. Mjög auðveldur í notkun. Fjarstýring fylgir með. 2000 W. Hitar allt að 12 fermetra svæði. Vegur aðeins 4,2 kg.

Solamagic-hitarar

Frá upphafsárinu 2006 hefur verið unnið að því hörðum höndum að bæta hitunaráhrif Solamagic-hitalampanna og lágmarka orkunotkun þeirra. Og árangurinn leynir sér ekki því að Solamagic hefur í tímans rás hlotið mikið hrós og margvíslegar viðurkenningar frá utanaðkomandi sérfræðingum.

Solamagic ECO+ PRO hlaut hæstu einkunn í prófunum hins virta þýska tímarits Selber Machen. Með hitara frá Solamagic eru gæðin tryggð.

BASIC+

Boðið er upp á tvær gerðir: Basic+ 1400 og Basic+ 2000. Þessir hitarar eru kjörnir á veröndina. Þeir hita allt að 12 fermetra svæði, þola veður og vind og passa hvar sem er. Tveggja ára ábyrgð.

ECO+ PRO

ECO+ PRO hitararnir eru fáanlegir í ólíkum aflstærðum, frá 1400 W upp í 4000 W. Þeir henta vel bæði fyrir veröndina og svalirnar. Hita allt að 14 fermetra svæði. Fimm ára ábyrgð er á öllum ECO+ PRO hiturum.

PREMIUM+

Nokkrar gerðir fáanlegar, frá 1400 W upp í 2500 W. Henta vel fyrir veröndina. Ná yfir 14 til 19 fermetra (eftir gerð). Fimm ára ábyrgð á öllum PREMIUM+ hiturum.

AIR+

2000 W. Hentar vel innandyra sem og fyrir yfirbyggð útisvæði. Hitar allt að 18 fermetra svæði. AIR+ virkar best á vindlausum svæðum því að hitarinn er viðkvæmari fyrir vindi en aðrar gerðir frá Solamagic. Fimm ára ábyrgð á öllum PREMIUM+ hiturum.