Kæli- og frystiskápur, Siemens
Neysla, afköst og tæknileg atriði:
Orkuflokkur E, 333 kWst. á ári.
Nýtanlegt rými samtals 605 lítrar.
Hljóð: 38 dB (re 1 pW).
Fjögur hjól undir skápnum.
Hönnun og þægindi:
Framhlið úr svörtu stáli („blackSteel“).
Home Connect.
Rafeindastýrð hitastilling, sjá má stillingar á stafrænum skjá.
LED-lýsing.
Hljóð- og ljósviðvörun ef kuldinn í skápnum er minni en tiltekið gildi.
Kælir:
Nýtanlegt rými: 405 lítrar.
Bakhlið í stáli.
Hraðkæling með sjálfvirkri endurstillingu.
„multiAirflow“-kerfi: Dreifir lofti jafnt til að halda stöðugu hitastigi.
„AirFresh“- sía.
Fjórar hillur úr öryggisgleri, þar af þrjár færanlegar.
hyperFresh-skúffa sem tryggir ferskleika grænmetis og ávaxta allt að tvisvar sinnum lengur.
hyperFresh-skúffa tryggir ferskleika kjöts og fisks lengur.
Frystir:
„noFrost“-tækni: Affrysting óþörf jafnt í frysti- sem og kælirými.
Nýtanlegt rými: 200 lítrar.
Hraðfrysting með sjálfvirkri endurstillingu.
Sex frystiskúffur.
Frystigeta: 13 kg/24 klst.
Geymslutími við straumrof: 15 klst.
Mál (h x b x d): 183 x 91 x 73 sm.
Í „hyperFresh“-skúffunni má stilla rakastigið með rennisleða. Rétt rakastig heldur innihaldi skúffunnar fersku í lengri tíma, hvort sem það er spergilkál, bláber eða lambhagasalat.
noFrost-tæknin gerir affrystingu óþarfa.
Rakinn er leiddur út úr frystinum sem leiðir til þess að loftið í honum verður þurrt. Þetta kemur í veg fyrir að ís og klaki myndist innan í rýminu og sest á matinn. Þess vegna er óþarfi að affrysta skápinn.
Allar hillurnar eru gerðar úr mjög sterku öryggisgleri sem er auðvelt að þrífa. Ef ílát með vökva veltur um koll, kemur hönnunin á hillunum í veg fyrir að það sullist niður á næstu hillur fyrir neðan.
Aflangir LED-ljósgjafar varpa þægilegri birtu á innihald kæliskápsins.
MultiAirflow kerfið dreifir loftinu jafnt í kæli og veitir stöðugt hitastig. Matur sem nýlega hefur verið settur í skápinn kólnar hraðar og maturinn helst ferskur lengur.
Þrýstu á hraðkælingarhnappinn („superCooling“) til að koma hitastiginu hratt niður í +2 °C. Gagnast vel þegar halda á mat sem er inni í skápnum kældum þegar ókældum mat er komið fyrir í skápnum.
Þrýstu á hraðfrystingarhnappinn („superFreezing“) til að koma hitastiginu hratt niður í -30 °C. Gagnast vel þegar halda á mat sem er inni í skápnum frosnum þegar ókældum mat er komið fyrir í skápnum.