Kæliskápur, Siemens, iQ300
Hvítur.
Orkuflokkur E.
Raforkunotkun á ári: 116 kwst.
Hljóð: 39 dB.
Nýtanlegt rými: 346 lítrar.
Breytileg hurðaropnun.
Stillifætur að framan, hjól að aftan.
Rafeindastýrður hitastillir.
Hönnun:
Sérlega björt LED-lýsing.
Kælir:
Öflug kæling með kæliviftu.
Hraðkæling með sjálfvirkri endurstillingu.
„freshSense“: Jafnt hitastig tryggt með rafeindaskynjun.
Sjö hillur úr öryggisgleri, þar af fimm færanlegar.
„hyperFresh” skúffa tryggir ferskleika matvæla lengur.
Innan í kælihurð: Fimm hillubakkar, þar af einn færanlegur upp og niður („easyLift“).
Krómaður flöskurekki.
Mál (h x b x d): 1860 x 600 x 650 (+50 mm handfang) mm.
Í „hyperFresh“-skúffunni má stilla rakastigið með rennisleða. Rétt rakastig heldur innihaldi skúffunnar fersku í lengri tíma, hvort sem það er spergilkál, bláber eða lambhagasalat.
Allar hillurnar eru gerðar úr mjög sterku öryggisgleri sem er auðvelt að þrífa. Ef ílát með vökva veltur um koll, kemur hönnunin á hillunum í veg fyrir að það sullist niður á næstu hillur fyrir neðan.
„freshSense“ tæknin sér um að jafna hitastigið í skápnum með sérstökum skynjurum. Þannig helst matvaran ferskari, lengur.