Spanhelluborð, Siemens, iQ700
Án ramma, með slípuðum framkanti.
„Multitouch+ snertisleði („touchSlide”).
„flexInduction” svæði: Meiri sveigjanleiki við matreiðslu.
Aflaukaaðgerð möguleg á öllum svæðum („powerBoost”).
Stutt aflaukaaðgerð ætluð fyrir pönnur („panBoost“).
Home Connect: Wi-Fi.
Hnappur til að endurræsa („reStart“).
Hraðhnappur til að ræsa („quickStart“).
„cookConnect“-kerfi: Gerir kleift að tengjast við gufugleypi. Gengur eingöngu með gufugleypum með sömu tækni.
„Intelligent hood automatic“: Helluborðið sendir upplýsingar til gufugleypisins hvaða hellur er verið að nota og stillingu þeirra. Gufugleypirinn vinnur sjálfkrafa út frá því.
„Dish assistant“: Steikingarskynjari með ellefu (70 - 200° C) hitunaraðgerðum.
Tímastillir á öllum hellum.
Áminningarklukka.
Hlé á aðgerðum („pausfunction“).
Eftirhitagaumljós fyrir hverja hellu.
Sjálfvirkt öryggisrof.
Barnaöryggi.
Heildarafl: 7400 W.
Tækjamál (h x b x d): 5,1 x 59,2 x 52,2 sm.
Innbyggingarmál (h x b x d): 5,1 x 56 x 49-50 sm.
Þegar tíminn er naumur getur powerBoost aflaukaaðgerðin stytt eldunartímann um þriðjung með 50% meira afli. Hentar t.d. mjög vel til að hraðsjóða vatn fyrir spagettí.
Stjórnaðu gufugleypinum beint frá helluborðinu með „cookControl“ aðgerðinni.
Með „cookControl“ aðgerðinni þá fer gufugleypirinn sjálfvirkt í gang um leið og þú byrjar að elda með helluborðinu. Einnig er hægt að stýra með Home Connect smáforitinu.
FlexInduction gerir helluborðinu kleift að skynja stærð ílátsins sem stuðlar að auknu öryggi sem og minni orkunotkun.
Með touchSlider tækninni má stjórna hita ólíkra hitunarsvæða með því að þrýsta á snertisvæðið og renna fingri eftir því.