Spanhelluborð

Sveigjanleiki

studioLine-spanhelluborðin veita sveigjanleika sem er í því fólginn að setja má pottinn eða pönnuna hvar sem er á flötinn og ílátið hitnar. Þessu veldur mögnuð tækni sem sameinað getur einstök eldunarsvæði svo að allt hitnar skjótt og vel.

freeInduction Plus

Þetta nýja helluborð er án nokkura sérstakra eldunarsvæða fyrirfram skilgreindra eldunarsvæða. Nú mæta notendum engar takmarkanir við matreiðsluna. Með freeInduction Plus má færa potta og pönnur hvert sem er um allt helluborðið. freeInduction Plus 90 sm tekur mest sex ílát og 80 sm borðið mest fimm ílát. Þar með verða möguleikarnir óteljandi þegar menn setja á sig svuntuna og hefjast handa.

1d6d9dee-ab4b-48b0-82f9-efbca0c3137f_freeInductionPlus_webp

powerMove Pro

Með því að nýta sér powerMove Pro er leikur einn að breyta aflstillingu með því einfaldlega að færa til pottinn eða pönnuna.

Í fimm skrefum er hægt að velja á milli ólíkra aflstillinga með því einu að færa ílátið frá einum stað til annars á helluborðinu. Það bregst strax við og breytir stillingunni. Þér líður eins og matreiðslumeistara á úrvalsveitingastað.

b7a1806c-b39f-48d6-8829-00a4bd60b067_powerMovePro_webp

activeLight

freeInduction Plus 90 sm helluborðið hefur sérstakt ljós („activeLight“) sem gefur sjónræn viðbrögð. Stílhreinn blár ljósbartil hliðanna lýsir þannig að þú sérð hvar hitinn er og stillingarnar sem þú valdir – matreiðsla með innsæi.

21c1d625-93b1-4755-9226-f153b6a90f4c_activeLight_webp(2)

Eldað án þess að upp úr sjóði

Óþarfi er að láta sjóða upp úr eða matinn brenna við.

cookingSensor Plus er nýstárlegur skynjari sem settur er beint á pottinn og nær þar með sambandi við helluborðið með blátönn. Skynjarinn nemur valinn hita og sér til þess að innihald potts eða pönnu sjóði ekki upp úr eða brenni við.

studioline_pottur

Samskipti við gufugleypi

Virkja má helluborðið til að hafa samskipti við gufugleypinn. Með cookConnect-kerfinu er mögulegt að stjórna öllum aðgerðum gufugleypisins með því að þrýsta á hnapp á helluborðinu, t.d. þegar breyta á lýsingu eða styrkstillingu. Þegar stillingu er breytt á helluborðinu, bregst gufugleypirinn við á sama tíma. Þægilegt, ekki satt?

b385b8ef-4dd4-4943-b3dd-230733b702e0_cookConnect_jpg